Erlent

Mikið af samsæriskenningum um Osama bin Laden

Samsæriskenningar um hvort Osama bin Laden sé í raun dauður eða enn á lífi fara nú sem eldur í sinu um fjölmiðla heimsins og netið.

Samsæriskenningarnar spanna allt litrófið frá því að Osama bin Laden hafi verið drepinn fyrir áratug til þess að hann sé enn á lífi. Osama hafi verið handtekinn í árás sérsveitar á hýbýli hans í Pakistan en ekki drepinn og sé í haldi í leynilegu fangelsi í Bandaríkjunum.

Sú ákvörðun Barack Obama bandaríkjaforseta um að gera ekki opinberar myndir af því þegar Osama var drepinn hafa ýtt verulega undir þessar kenningar.

Í umfjöllun um málið á CNN segir að stofnuð hafi verið sérstök síða á Facebook til að halda utan um allar þær samsæriskenningar sem eru í gangi í augnablikinu en nafnið á síðunni er Osama bin Laden er ekki dauður.

Ein frumlegasta samsæriskenningin sem sett hefur verið fram er að Barack Obama hafi fyrirskipað árásina á Osama til þess að dreifa athygli almennings í Bandaríkjunum frá umræðunni um hvort fæðingarvottorð forsetans sé ekta eða falsað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×