Innlent

Reyndi að ræna Arion banka vopnaður grjóti

Valur Grettisson skrifar
Útibúið er húsið hægra megin. Þess má reyndar geta að myndin er tekin þegar þegar bankinn hét KB Banki.
Útibúið er húsið hægra megin. Þess má reyndar geta að myndin er tekin þegar þegar bankinn hét KB Banki.

Maðurinn sem réðst inn í útibú Arion banka í Árbænum rétt rúmlega níu í morgun, var vopnaður grjóti samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann krafðist fjármuna og braut í kjölfarið gler sem skilur að gjaldkera og viðskiptavini.

Maðurinn hafði ekkert upp úr krafsinu og flýði af vettvangi. Lögreglan leitar tveggja manna en aðeins annar þeirra fór inn í bankann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var maðurinn með hulið andlit en lögreglan hefur greinargóða lýsingu á manninum auk þess sem hann náðist á eftirlitsmyndavélar.

Starfsmönnum bankans er brugðið eftir ránstilraunina. Upplýsingafulltrúi Arion Banka, Iða Brá Benediktsdóttir, segir starfsmennina fá áfallahjálp. Útibúið verður svo lokað fram eftir degi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×