Innlent

Fundu kókaín-kafbát í Kólómbíu

Báturinn getur flutt átta tonn af eiturlyfjum.
Báturinn getur flutt átta tonn af eiturlyfjum. MYND/AP

Kólombíski flotinn fann kafbát á dögunum sem talið er að hafi verið notaður til þess að smygla eiturlyfjum til Mexíkó.

Báturinn er 30 metra langur og smíðaður úr trefjagleri og fannst bundinn við tré á fljóti inni í frumskógum landsins. Báturinn getur kafað níu metra undir vatnsborðinu og ferjað fjórar manneskjur og allt að átta tonn af farmi.

Heimasmíðaðir bátar af þessu tagi hafa áður fundist en að sögn flotans er þessi sá langfullkomnasti hingað til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×