Innlent

Indverskir læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri

JMG skrifar
Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa nú nokkrir indverskir læknar. Framkvæmdastjóri lækninga segir sjúkrahúsið leita til útlanda eftir starfskröftum þegar engar umsóknir berist frá íslenskum læknum.

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur undanfarin ár gripið til þess ráðs að auglýsa læknastöður erlendis. Þegar við auglýsum stöður og ekki eru neinir umsækjendur hér á landi eða frá íslenskum læknum sem eru starfandi erlendis að þá höfum við auglýst bæði í erlendum blöðum og erlendum vefsíðum sem sem eru markaðstorg fyrir þetta," segir Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Hann segir oft koma fyrirspurnir og umsóknir í kjölfar auglýsinganna sem hafi leitt til ráðningar. Til dæmis komu tveir indverskir röntgenlæknar til landsins í fyrra og Serbneskur læknir starfaði þar í sumar. Auk þeirra starfa tveir aðrir Indverjar og bandaríkjamaður hjá sjúkrahúsinu. Hann segir læknana þurfa að fá leyfi frá landlækni til að starfa hér á landi og hafi í felstum tilfellum reynst vel.

„Þó við séum ekki kannski með jafn góð kjör hér á landi núna eins og til dæmis á norðurlöndunum að þá erum við kannski með betri kjör hér en á sumum öðrum stöðum í heiminum," segir Sigurður ennfremur.

Hann segir sjúkrahúsið ekki hfa íhuga að leita meira á erlendan markað eftir læknum en útilokar það þó ekki. „Við gerum það sem við getum til að halda uppi þeirri þjónustu sem við þurfum að halda uppi, það er alveg eðlilegt," segir Sigurður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×