Innlent

Jóhanna hvergi á förum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir mun leiða ríkisstjórnina áfram, segir Helgi. Mynd/ Arnþór.
Jóhanna Sigurðardóttir mun leiða ríkisstjórnina áfram, segir Helgi. Mynd/ Arnþór.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er hvergi á leið úr pólitík og mun leiða ríkisstjórnina í gegnum þann pólitíska vetur sem í vændum er, segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.

Haustþing hófst með látum á föstudaginn þegar Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, lagðist gegn því að frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu yrði tekið úr allsherjarnefnd.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gerði þá atburðarrás að umfjöllunarefni í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að málið væri afar óvenjulegt. Helgi Hjörvar sagði hins vegar að tímarnir frá 2008 hefðu verið mjög erfiðir. Frá þeim tíma hefði hins vegar hver veturinn orðið öðrum léttari. Jóhanna myndi leiða ríkisstjórnina áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×