Innlent

Má ekki einblína á virkjanagerð og verksmiðjur

Helga Arnardóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðna sýn á atvinnuuppbyggingu. Mynd/ Vilhelm.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur ákveðna sýn á atvinnuuppbyggingu. Mynd/ Vilhelm.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ekki megi einblína eingöngu á stórar fjárfestingar eins og virkjanagerð og verksmiðjuuppbyggingu í því augnamiði að efla atvinnulífið hér á landi.  Árangur í hagkerfi tuttugustu og fyrstu aldarinnar felist fyrst og fremst í hugviti og þekkingu. Hann segir mikilvægt að líta til þess þótt það sé ekki alltaf stórt í sniðum.

Ólafur Ragnar segir að fjárfestingaráform Huang Nobus hér á landi, um uppbyggingu í ferðaþjónustunni veki Íslendinga til umhugsunar um hvernig hægt sé að nýta tækifæri í óbyggðunum og gagnvart landsbyggðinni til að auka umsvif og tekjur þjóðarbúsins án þess að fara út í umfangsmiklar fjárfestingar. Hann segir mikilvægt að hugsa um atvinnuuppbyggingu hér á landi á öðrum nótum en gert hefur verið.

Ólafur Ragnar bendir á Steve Jobs og Apple sem dæmi um fyrirtæki sem hafi náð ótrúlegum árangri með hugviti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×