Íslenskir höfundar á 30 stöðum í Köln 20. júní 2011 15:50 Um helgina hófst alþjóðleg barna- og unglingabókahátíð sem haldin er árlega í Köln í Þýskalandi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Sagenhaft!“ og munu sex íslenskir rithöfundar lesa í bókasöfnum og skólum í Köln. Hátíðin er skipulögð af SK Stiftung Kultur sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum rithöfundum vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hátíðin stendur yfir í tvær vikur. Fyrri vikuna lesa höfundarnir Björk Bjarkadóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gerður Kristný og Kristín Steinsdóttir upp úr verkum sínum á um 30 stöðum í borginni en í þeirri seinni kynna Brian Pilkington og Þórarinn Leifsson bækur sínar. Dagskrá barnabókahátíðarinnar var kynnt formlega fyrir þýskum blaðamönnum laugardaginn 18. júní. Um leið var sýning um Nonna (Jón Sveinsson) opnuð í Domforum, gegnt dómkirkjunni í Köln, þar sem fjölmargir gestir ganga um daglega. Hulda Sif Hermannsdóttir, fulltrúi Nonnahúss á Akureyri, ávarpaði fundinn og leiddu rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir og þýðandinn og Nonnavinurinn Gert Kreutzer hlustendur inn í verk og lífshlaup Nonna, víðlesnasta barnabókahöfundar Íslendinga. Hátíðin var svo opnuð formlega með uppfærslu Brúðuheima á Gilitrutt, sunnudaginn 19. júní. Leikgerðin er unnin af Bernd Ogrodnik og var verkinu vel tekið, uppselt var á sýninguna og lauk henni með miklu lófaklappi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér (á þýsku): www.sk-kultur.de/buchwochen11/#anfang Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Um helgina hófst alþjóðleg barna- og unglingabókahátíð sem haldin er árlega í Köln í Þýskalandi. Yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni er „Sagenhaft!“ og munu sex íslenskir rithöfundar lesa í bókasöfnum og skólum í Köln. Hátíðin er skipulögð af SK Stiftung Kultur sem óskaði sérstaklega eftir íslenskum rithöfundum vegna heiðursþátttöku Íslands á Bókasýningunni í Frankfurt í haust. Hátíðin stendur yfir í tvær vikur. Fyrri vikuna lesa höfundarnir Björk Bjarkadóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gerður Kristný og Kristín Steinsdóttir upp úr verkum sínum á um 30 stöðum í borginni en í þeirri seinni kynna Brian Pilkington og Þórarinn Leifsson bækur sínar. Dagskrá barnabókahátíðarinnar var kynnt formlega fyrir þýskum blaðamönnum laugardaginn 18. júní. Um leið var sýning um Nonna (Jón Sveinsson) opnuð í Domforum, gegnt dómkirkjunni í Köln, þar sem fjölmargir gestir ganga um daglega. Hulda Sif Hermannsdóttir, fulltrúi Nonnahúss á Akureyri, ávarpaði fundinn og leiddu rithöfundurinn Kristín Steinsdóttir og þýðandinn og Nonnavinurinn Gert Kreutzer hlustendur inn í verk og lífshlaup Nonna, víðlesnasta barnabókahöfundar Íslendinga. Hátíðin var svo opnuð formlega með uppfærslu Brúðuheima á Gilitrutt, sunnudaginn 19. júní. Leikgerðin er unnin af Bernd Ogrodnik og var verkinu vel tekið, uppselt var á sýninguna og lauk henni með miklu lófaklappi. Nánari upplýsingar um dagskrána má nálgast hér (á þýsku): www.sk-kultur.de/buchwochen11/#anfang
Menning Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira