Erlent

Beðið eftir ávarpi frá Sýrlandsforseta

MYND/AP
Forseti Sýrlands Bashar al-Assad mun í dag ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn í tvo mánuði en mikil átök hafa verið í landinu á milli mótmælenda og öryggissveita forsetans.

Ekkert hefur verið gefið uppi um innihald ræðunnar en átökin í landinu hafa magnast síðustu vikur og nú er svo komið að þúsundir hafa flúið landið og leitað skjóls í Tyrklandi.

Sýrlensk mannréttindasamtök segja að þrettán hundruð almennir borgarar hafi fallið í átökunum og að minnsta kosti tíu þúsund séu í haldi lögreglu. Rúmlega þrjú hundruð eru sagðir hafa fallið í röðum lögreglu og hers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×