Innlent

Bundu snjóþotu aftan í bíl

Það var rólegt hjá lögreglu embættum víða um land í nótt. Lögreglan á Selfossi þurfti að aðstoða marga ökumenn eftir miðnætti í gær vegna snjóþunga en það snjóaði mikið í bænum í gærkvöldi.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að hafa afskipti af tveimur piltum á Fiskislóð í Reykjavík en þar höfðu þeir bundið snjóþotu aftan í bifreið og voru að draga þriðja aðilann eftir götunni.

Lögreglan stöðvaði athæfið enda stórhættulegt að leika sér svona á umferðargötum bæjarins, segir varðstjóri hjá lögreglunni. Þeir voru kærðir fyrir athæfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×