Innlent

Hlíðarfjall opið - Bláfjöll lokuð

Opið verður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan 10 til 16. Klukkan átta í morgun var þar 1 metri á sekúndu og fimm stiga frost.

Forsvarsmenn skíðasvæðisins eru að framleiða snjó til þess að bæta í brekkur sínar. Þá er einnig opið á skíðasvæðinu á Siglufirði frá klukkan 10 til 16 í dag. Þar er vestan gola, þriggja stiga forst og heiðskírt. Færið er troðinn þurr snjór, sem er að mati staðarhaldara frábært veður og færi.

Lokað er í Bláfjöllum í dag vegna hvassviðris. Troðarar voru við störf í fjallinu í alla nótt að færa og fanga snjóinn. Flestar brekkur eru klárar en í morgun snjóaði í fjallinu, menn eru jákvæðir en geta ekki opnað í dag.

Þá er skíðasvæðið í Tindastól opið frá 11 til 16 í dag. Þar 5m/s og hitinn -3,8c. Þar er nægur snjór og færi gott, segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×