Innlent

Vinna við að hreinsa götur bæjarins

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Öflugur hópur vinnur í dag við snjóhreinsun í Reykjavík og notuð eru 27 stórvirk vinnutæki til verksins. Í nótt var helstu umferðargötum haldið opnum og í dag hefur verið unnið við snjóhreinsun á fáfarnari götum og húsagötum og miðar því verki vel. Jafnframt er reglulega farið yfir stofnbrautir og strætisvagnaleiðir, sem njóta forgangs, segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Halldór Ólafsson, sem stendur snjóvaktina hjá Framkvæmda- og eignasviði, segir að þyngsta færðin hafi verið í Grafarholti, Úlfarsárdal, Norðlingaholti, Selási og í Grafarvogi. ,,Við erum að vinna okkur í gegnum þetta," segir Halldór í tilkynningu.

Hann vonast til að þegar líði að kvöldi verði yfirferð um þessi svæði lokið. Í fyrramálið klukkan fimm hefjist þeir síðan handa á ný og þá verði það stofnbrautir og strætisvagnaleiðir sem verði ruddar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×