Innlent

Mikil ólga í Sjálfstæðisflokknum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Mikil ólga er í Sjálfstæðisflokknum vegna afstöðu meirihluta þingflokksins til Icesavemálsins.

Ungliðar flokksins og önnur aðildarfélög hafa keppst við að lýsa yfir vonbrigðum með afstöðu Bjarna Benediktssonar formanns, sem í vikunni sagðist ætla að styðja nýja samninginn.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðað til fundar vegna málsins í Valhöll í dag þar sem Bjarni heldur framsögu um Icesave-málið og svarar fyrirspurnum á opnum fundi. Fundarstjóri verður Friðrik Sophuson fyrrum ráðherra.

Fundurinn hefst klukkan 13:00 og eru allir velkomnir. Búast má við miklu fjölmenni á fundinn, enda langt síðan svo skiptar skoðanir hafa verið um nokkurt mál innan Sjálfstæðisflokksins.

Kristján Þór Júlíusson þingmaður flokksins viðrar þá skoðun sína í Morgunblaðinu í morgun að hann vilji þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, Bjarni útilokar ekki þann möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×