Erlent

Dómarinn gaf 36 rauð spjöld

Dómarinn sem dæmdi leik í fimmtu deildinni í Argentínu á dögunum setti að öllum líkindum nýtt heimsmet á dögunum þegar hann gaf samtals 36 rauð spjöld í einum leik.

Liðin Claypole og Victoriano Arenas öttu kappi en í síðari hálfleik brutust út heiftarleg slagsmál. Leikmenn liðanna voru að kítast en þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og kýldi einn leikmanninn sauð allt gjörsamlega upp úr. Dómarinn endaði á því að gefa öllum 22 leikmönnum liðanna rautt spjald sem og leikmönnum á bekknum og þjálfarateymunum.

Slagsmálin voru svo mikil að dómarinn bað lögregluna að læsa suma leikmenn inni í klefum sínum.

Árið 1993 gaf dómari 20 leikmönnum rautt spjald, en það var talið vera heimsmetið áður en þessi leikur fór fram.

Hægt er að sjá myndbrot úr leiknum í myndskeiðinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×