Málefni SpKef vekja furðu og reiði í Húnaþingi 4. mars 2011 11:57 „Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi." Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra. Tilkynningin í heild hljóðar svo: „Árið 2007 var samþykkt að Sparisjóður Húnaþings og Stranda sameinaðist Sparisjóði Keflavíkur. Í tengslum við þann samruna var stofnfé Sparisjóðs Húnaþings og Stranda aukið í samtals 1,9 milljarð kr. í tveimur áföngum. Allir stofnfjáraðilar nýttu forkaupsrétt sinn við aukningu stofnfjárins og Húnaþing vestra jók þannig stofnfjáreign sína um samtals 160 milljónir kr. Mikill meirihluti stofnfjáreigenda fjármagnaði stofnfjáraukninguna með lántöku og stóðu aðilar í þeirri góðu trú, í samræmi við kynningu stjórnenda og starfsmanna, að stofnfé þeirra væri eina trygging til lánveitenda fyrir lántökunni og var þá einnig vísað til ákvæða laga um skyldu sparisjóða til að leysa til sín stofnfé á genginu 1. Ljóst er að staða fjölmargra einstaklinga, tuga heimila og sveitarfélagsins er grafalvarleg vegna þessa máls og sú óvissa sem ríkt hefur um lausn þess er algerlega óviðunandi. Allt frá útgáfu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á falli íslenska bankakerfisins hafa stofnfjáreigendur í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda beðið þess að Alþingi skipaði sérstaka rannsóknarnefnd um orsakir falls sparisjóðanna í landinu og starfsemi þeirra fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Það veldur mikilli óánægju og vekur furðu hve skipan þeirrar nefndar hefur dregist þrátt fyrir að ítrekað hafið verið kallað eftir skipan hennar. Sveitarstjórn Húnaþings vestra krefst þess af Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis að þeir hlutist nú þegar til um skipan nefndarinnar. Ítreka skal fyrri ályktanir sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að í þeirri rannsókn verði Sparisjóður Keflavíkur, staða hans, starfshættir og samruni við aðra smærri sparisjóði tekin til sérstakrar rannsóknar. Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi. Því vill sveitarstjórn Húnaþings vestra beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnenda SpKef sparisjóðs að þeir einbeiti sér að því að gæta stöðu sinnar í héraðinu og að nú þegar verði látið af hvers kyns innheimtuaðgerðum gagnvart stofnfjáreigendum sem tóku lán til stofnfjárkaupa á meðan mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra krafna, sbr. nýfallna dóma í málefnum stofnfjáreigenda í Byr." Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi." Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarstjórn Húnaþings vestra. Tilkynningin í heild hljóðar svo: „Árið 2007 var samþykkt að Sparisjóður Húnaþings og Stranda sameinaðist Sparisjóði Keflavíkur. Í tengslum við þann samruna var stofnfé Sparisjóðs Húnaþings og Stranda aukið í samtals 1,9 milljarð kr. í tveimur áföngum. Allir stofnfjáraðilar nýttu forkaupsrétt sinn við aukningu stofnfjárins og Húnaþing vestra jók þannig stofnfjáreign sína um samtals 160 milljónir kr. Mikill meirihluti stofnfjáreigenda fjármagnaði stofnfjáraukninguna með lántöku og stóðu aðilar í þeirri góðu trú, í samræmi við kynningu stjórnenda og starfsmanna, að stofnfé þeirra væri eina trygging til lánveitenda fyrir lántökunni og var þá einnig vísað til ákvæða laga um skyldu sparisjóða til að leysa til sín stofnfé á genginu 1. Ljóst er að staða fjölmargra einstaklinga, tuga heimila og sveitarfélagsins er grafalvarleg vegna þessa máls og sú óvissa sem ríkt hefur um lausn þess er algerlega óviðunandi. Allt frá útgáfu skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á falli íslenska bankakerfisins hafa stofnfjáreigendur í fyrrum Sparisjóði Húnaþings og Stranda beðið þess að Alþingi skipaði sérstaka rannsóknarnefnd um orsakir falls sparisjóðanna í landinu og starfsemi þeirra fyrir og eftir efnahagshrunið árið 2008. Það veldur mikilli óánægju og vekur furðu hve skipan þeirrar nefndar hefur dregist þrátt fyrir að ítrekað hafið verið kallað eftir skipan hennar. Sveitarstjórn Húnaþings vestra krefst þess af Alþingismönnum Norðvesturkjördæmis að þeir hlutist nú þegar til um skipan nefndarinnar. Ítreka skal fyrri ályktanir sveitarstjórnar Húnaþings vestra um að í þeirri rannsókn verði Sparisjóður Keflavíkur, staða hans, starfshættir og samruni við aðra smærri sparisjóði tekin til sérstakrar rannsóknar. Fréttaflutningur sl. vikna af málefnum, stöðu og starfsháttum Sparisjóðs Keflavíkur sem m.a. er byggður á áðurnefndri skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu Fjármálaeftirlitsins um starfshætti sparisjóðsins frá september 2008 vekur furðu og reiði í Húnaþingi. Því vill sveitarstjórn Húnaþings vestra beina þeim eindregnu tilmælum til stjórnenda SpKef sparisjóðs að þeir einbeiti sér að því að gæta stöðu sinnar í héraðinu og að nú þegar verði látið af hvers kyns innheimtuaðgerðum gagnvart stofnfjáreigendum sem tóku lán til stofnfjárkaupa á meðan mikil óvissa ríkir um lögmæti þeirra krafna, sbr. nýfallna dóma í málefnum stofnfjáreigenda í Byr."
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira