Gosmökkurinn lækkar jafnt og þétt 23. maí 2011 06:50 Eldgosið í Grímsvötnum. Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag. Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Gosmökkurinn úr Grímsvötnum hefur lækkað jafnt og þétt í nótt og nær nú innan við tíu kílómetra hæð, en fór í hátt í tuttugu kílómetra hæð í fyrrinótt. Þá hefur verulega dregið úr skjálftavirkni á svæðinu í nótt, en gosórói er nokkuð stöðugur þannig að ekki sér fyrir endalok gossins. Það er líka töluvert öskufall á Kirkjubæjarklaustri þessa stundina og víðar á Suðurlandi. Margir hjálparsveitarmenn og lögreglumenn eru til taks í grennd við gosið, en engin sjúkraútköll eða hjálparbeiðnir bárust í nótt, samkvæmt upplýsingum Samhæfingarstöðvar Almannavarna, sem var mönnuð í nótt. Hringvegurinn á milli Víkur í Mýrdal og Hrífunes var áfram lokaður í nótt, en í athugun er að opna hann innan tíðar. Vísindamenn eru þessa stundina að vinna úr nýjum upplýsingum um flughorfur í dag og varðandi millilandaflugið er sérstaklega verið að kanna hvort hægt verði að beina Evrópuvélunum til Akureyrar í dag. Innanlandsflugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað farm yfir hádegi. Aska frá eldstöðinni hefur borist víða um land þrátt fyrir norðlæga átt, sem stafar af því að háloftavindar hafa borið öskuna i aðrar áttir en lágvindarnir blása. Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra hafa þó sloppið, eftir því sem fréttastofan kemst næst. Aska fór að falla á höfuðborgarsvæðinu um kvöldmatarleitið en verulega dró úr því í nótt. Öskubólstrar sáust þó á austurhimninum frá borginni séð, undir morgun. Aska hefur líka fallið á Akureyri. Þá lentu bátar, sem fóru út frá Vestmannaeyjum og Höfn í Hornafirði í nótt í öskufalli. Spáð er hvassri norðan eða norðaustanátt á landinu í dag þannig að búist er við að lágvindar beri talsvert af öskunni á haf út. Vegna bilunar í eftirlitsvél Landhelgisgæslunnar, sem er búin fullkomnum tækjum til að fylgjast með eldgosum, hefur ekki verið hægt að nota hana til að kanna eldstöðvarnar, því varahluturinn, sem vantar, kemst ekki til landsins. Skólahald fellur niður í Hvolsskóla á Hvolsvelli í dag og sömuleiðis á Kirkjubæjarklaustri og í grunnskólanum í Vestmannaeyjum, vegna öskufalls, og starfsdagur er í skólanum í Vík í Mýrdal í dag.
Eldgos og jarðhræringar Fréttir Helstu fréttir Innlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent