Innlent

Hátt í 200 manns í fjöldahjálparstöðvum

Hátt í 200 manns hafa komið saman í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Þar af eru um 180 á Kirkjubæjarklaustri en 14 í Vík, samkvæmt upplýsingum frá Kjartani Sturlusyni, framkvæmdastjóra hjá Rauða krossinum.

Stöðvarnar voru opnaðar í grunnskólunum á hvorum stað fyrir sig snemma í morgun þegar ljóst var að hlaup hafði orðið í Kötlu og að hugsanlega hefði gos hafist. Mest er um að ferðamenn séu í fjöldahjálparstöðvunum.

Kjartan segir að að hafi einnig verið svolítið um það að fólk hafi hringt, en engar tölur eru tiltækar. Kjartan segir að fólk sé mjög rólegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×