Erlent

Betty Ford látin

Betty Ford
Betty Ford mynd/afp
Betty Ford, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna og stofnandi meðferðarheimilis undir eigin nafni, er látin 93 ára að aldri. Hún lést í gær á sjúkrahúsi í Kaliforníu, en ekki hefur verið greint frá dánarorsökinni. Hún var eiginkona forsetans Geralds Ford, sem sat í embætti eitt kjörtímabil á árunum 1974 til 1977 eftir að Richard Nixon sagði af sér. Meðferðarheimili Betty Ford er að auki ein þekktasta stofnun sinnar tegundar í heiminum, enda hefur mikill fjöldi stjarna leitað sér aðstoðar þar. Í þeim hópi eru Elizabeth Taylor, Johnny Cash og Lindsay Lohan. Margir hafa minnst Ford opinberlega af miklum hlýhug, þar á meðal sitjandi forseti, Barack Obama.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×