Erlent

Vopnahléi lýst yfir í Líbíu

Stjórnvöld í Líbíu hafa lýst yfir vopnahléi sem tekur gildi nú þegar. Öryggisráð sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi flugbann yfir landinu auk þess sem hernaðaraðgerðir til varnar óbreyttum borgurum eru heimilaðar. Utanríkisráðherra Líbíu hefur nú tilkynnt um skilyrðislaust vopnahlé sem ætlað er að vernda almenning.

Líbíumenn hafa þó mótmælt ákvörðun öryggisráðsins og sagt hana brjóta gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Líbía sé hinsvegar aðili að SÞ og því ætli ríkið að fara eftir ályktun öryggisráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×