Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki 25. október 2011 04:30 Mikilvægi Íslands Paul Collier segir þróunarlönd geta lært mikið af uppgangi Íslands úr fátækt til velmegunar. Fréttablaðið/Vilhelm Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar. Collier hélt vel sóttan fyrirlestur í Öskju fyrir helgi, sem var í tilefni af 40 ára afmæli íslenskrar þróunarsamvinnu. Eftir fundinn sagði hann í viðtali við Fréttablaðið að mörg þróunarlandanna bæru svipuð einkenni og Ísland á árum áður. „Þau eru mörg hver smá, afskekkt, hafa gengið í gegnum efnahagsáföll og eru oftar en ekki auðug af náttúruauðlindum. Ég hefði þess vegna getað verið að lýsa Íslandi, en munurinn er að þið hafið barist frá fátækt upp í velmegun, andstætt hinum löndunum. Það gefur ykkur trúverðuga rödd í samskiptum við þessi ríki,“ sagði Collier. Við það bætist, að sögn Colliers, að þau ríki sem helst standa höllum fæti, en eru að reyna að vinna sig upp, leita síður til stærri ríkja á alþjóðasviðinu. „Löndin á botninum eru mun viljugri til að læra af ykkur en frá fyrrverandi nýlenduveldum eða risaveldunum á heimsvísu. Til dæmis hafa fimmtíu þróunarlönd leitað til Noregs vegna ráðgjafar um umsýslu alþjóðlegra eigna. Það er miklu ásættanlegra en að leita til Bandaríkjanna um svipuð mál. Þess vegna gæti Ísland með öllum sínum kostum og göllum verið góð fyrirmynd fyrir mörg lönd sem hafa nýlega öðlast meiri velmegun.“ - þj
Fréttir Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira