Erlent

Vantaði far heim - stal sjúkrabíl

Shane Hale, tuttugu og sex ára gamall maður frá Kentucky í Bandaríkjunum vantaði að komast heim til sín á dögunum. Hann fór heldur óhefðbundna leið heim, svo vægt sé tekið til orða.

Shane var staddur fyrir utan sjúkrahús í bænum og kom auga á sjúkrabíl. Sjúkraflutningamennirnir höfðu farið inn á sjúkrahúsið með sjúkling og þegar þeir komu til baka var sjúkrabíllinn þeirra horfinn. Shane hafði stolið honum til að komast heim.

Lögreglumenn surðu varir við sjúkrabílinn nokkrum kílómetrum frá sjúkrahúsinu og gáfu Shane merki um að stoppa bílinn. Hann var handtekinn í kjölfarið.

Shane sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að honum hefði vantað far heim og því brugðið á það ráð að taka sjúkrabílinn. Hann sagðist hafa ætlað að hringja á sjúkrahúsið daginn eftir og tilkynna hvar bíllinn væri.

Hann var kærður grunaður um akstur undir áhrifum eiturlyfja sem og fyrir að stela bifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×