Innlent

Jóhanna: Engin siðleg réttlæting á ofurlaunum bankastjóra

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að engin siðleg rættlæting sé á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra sé óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, heldur úti vefsíðu á samskiptavefnum Facebook þar sem hún birtir reglulega hugleiðingar sínar og athugasemdir um ýmis málefni.

Um helgina birtust fréttir um launahækkanir stjórnenda Íslandsbanka og Arion banka, en ríkið heldur um 13 prósenta hlut í Arion banka og fimm prósenta hlut í Íslandsbanka. Fram kom að laun bankastjóra Arion banka hefðu hækkað um 40 prósent milli ára, en hann þiggur nú 4,3 milljónir króna á mánuði í laun. Þá hafa laun bankastjóra Íslandsbanka um þriðjung, en þessar upplýsingar er að finna í nýjum ársreikningum bankanna.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra fyrir hádegi athugasemd um þessar hækkanir á Facebook en orðrétt segir forsætisráðherra: „Engin siðleg rættlæting er á þeim ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og Íslandsbanka hafa fengið á liðnu ári. Framferði þeirra er óþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélaginu. Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur banka og fyrirtækja skammti sér milljónir í laun á meðan almenningur berst í bökkum vegna glímunnar við afleiðingar bankahrunsins."


Tengdar fréttir

Bankastjórar rjúka upp í launum

Laun bankastjóra Arion hækkuðu um rúm fjörtíu prósent á síðasta ári. Þannig greindi Vísir frá því í gær að bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fengi greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði samkvæmt ársskýrslu bankans. Þá hafa laun yfirstjórnenda bankans hækkað um 37 prósent milli ára.

Bankastjóri með tæpar fimm milljónir á mánuði

Bankastjóri Arion banka, Höskuldur H. Ólafsson, fær greiddar um 4,3 milljónir í laun á mánuði og er því með ríflega helmingi hærri laun en forveri sinn, Finnur Sveinbjörnsson, sem var með tæpar tvær milljónir á mánuði árið 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×