Erlent

McQueen tískuhúsið hannar fyrir Middleton

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kate Middleton verður í kjól frá McQueen. Mynd/ afp.
Kate Middleton verður í kjól frá McQueen. Mynd/ afp.
Brúðarkjóllinn sem Kate Middleton ætlar að klæðast þegar að hún gengur upp að altarinu með Vilhjálmi Bretaprins er hannaður af Söru Burton í Alexander McQueen tískuhúsinu. Burton, sem er bresk að uppruna, tók við sem yfirhönnuður hjá fyrirtækinu eftir að McQueen svipti sig lífi í fyrra. Það var Kate sjálf sem valdi hana til þess að hanna kjólinn fyrir sig. Burton sjálf neitar því að henni hafi verið boðið verkið, en það er talið vera vegna þess að hún sé bundin þagnarskyldu. Talsmenn Buckingham hallarinnar hvorki játa því né neita að búið sé að finna hönnuðinn. Það verði ekkert upplýst um það fyrr en 29. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×