Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2011 09:00 Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00