Erlent

Heimilar leynilegan hernaðarstuðning við líbíska uppreisnarmenn

Barack Obama.
Barack Obama.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, undirritaði sérstakan samning fyrir tveimur eða þremur vikum, um leynilegan stuðning við uppreisnarmenn í Líbíu umfram samþykkt Öryggisráðsins sem gengur út á flugbann og að tryggja að saklausir borgarar verði ekki fyrir árásum af hálfu herliðs Muammar Gaddafis, leiðtoga Líbíu.

Þetta kom fram á fréttaveitu Reuters og aðrir fjölmiðlar greina frá. Um er að ræða háleynilegan samning sem hefur það að markmiði að styðja uppreisnarmenn með margvísislegum leiðum. Markmiðiðið er skýrt; að koma Gaddafi frá.

Hvíta Húsið og bandaríska leyniþjónustan hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Uppreisnarmenn hafa átt erfitt uppdráttar síðustu daga og biðla til bandamanna um hernaðarlega aðstoð til þess að berjast gegn sveitum Gaddafis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×