Richards vill fara frá City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 10:15 Micah Richards, leikmaður Manchester City. Nordic Photos / Getty Images Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna." Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Micah Richards er orðinn leiður á því að fá að spila lítið hjá Manchester City og vill fara frá félaginu. Richards er 22 ára gamall varnarmaður sem sló í gegn sem táningur. Hann komst meira að segja í enska landsliðið. Hins vegar hefur honum ekki gengið mjög vel undanfarin ár og hefur misst sæti sitt bæði í byrjunarliði City og landsliðinu. Það hefur ekki breyst á núverandi tímabili og hefur Richards ekki verið fastamaður í liðinu síðan í upphafi tímabilsins en þá hélt hann sæti sínu í byrjunarliðinu í fyrstu fimm umferðunum. „Ég veit að fólk á eftir að lesa þetta og velta fyrir sér hvers vegan í ósköpunum ég steinhaldi ekki bara kjafti," sagði Richards í samtali við enska fjölmiðla. „City er í öðru sæti og því hlýtur stjórinn að hafa rétt fyrir sér. Það sem hann hefur verið að gera er að virka. En ég veit hvað ég get og ég vil fá tækifæri til að sýna það." „Ég er ekki sú tegund af leikmanni sem sættir sig við það að sitja bara á bekknum og þiggja laun fyrir það. Mér líkar alls ekki illa við Roberto Mancini eða félagið sjálft. Stjórinn veit alveg hvernig mér líður." „Hann sagði mér að ég væri enn í hans framtíðaráætlunum en þá komu þrír leikir í röð þar sem ég kom ekkert við sögu." „Stundum er ég í liðinu en svo kemur Jerome Boateng inn í minn stað. Eða Pablo Zabaleta. Eða þá að við tveir spilum saman. Þetta er allt í þessum dúr og sífellt verið að breyta til." „Ég skildi það vel þegar ég komst ekki í liðið þegar að Mark Hughes var að stýra því. Þá var ég ekki að spila vel. En ég lagði mikið á mig í sumar og finnst að ég hafi verið að spila vel í haust. Ég hef trú á sjálfum mér og veit hvenær ég er í góðu formi - sem er einmitt núna." „Við erum með fáránlega marga leikmenn og það eru margir ótrúlega góðir sem komast ekki einu sinni að. Það er 21 leikmaður sem fer í hvern einasta leik og þrír þeirra komast ekki á bekkinn. Ég vona að félagið skilji að þeir verði að leyfa sumum leikmönnum að fara. Annars munu þeir einfaldlega rotna."
Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira