Tiger missti einn sinn stærsta styrktaraðila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 18:15 Mynd/AP Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni. Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni.
Golf Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira