Innlent

Svandís finnur „magnaðan stuðning“

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. Mynd/Valli

Hart hefur verið sótt að Svandísi Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, undanfarna daga eftir að hún tapaði fyrir Hæstarétti máli sem snerist um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Sjálf segist Svandís á samskiptasíðunni Facebook finna „magnaðan stuðning úr ólíklegustu áttum.“

Aðalskipulagið gerði ráð fyrir virkjunum í neðri hluta Þjórsár en Svandís neitaði að staðfesta það. Fjölmargir hafa farið fram á Svandís segi af sér sem ráðherra, nú síðast var óskað eftir því í umræðum á Alþingi í dag. Bæði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, styðja Svandísi og segja að hún þurfi ekki að láta af embætti.

Meðal þeirra sem sett hafa svonefnt „like“ við skrif Svandísar er Samfylkingarfólkið Dofri Hermannsson, fyrrverandi varaborgarfulltri, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, sem einnig er fyrrverandi varaborgarfulltrúi, og Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×