Erlent

Skutu á líbíska flugvél

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Líbísk herþota. Mynd/ AFP.
Líbísk herþota. Mynd/ AFP.
Áhöfn franskrar herþotu skaut á líbíska flugvél í dag, en áhöfn líbísku flugvélarinnar hafði brotið flugbannið yfir líbískri lofthelgi sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna setti á í síðustu viku. Líbíska vélin var nýlent í borginni Misrata þegar ráðist var á hana. Þetta er í fyrsta skiptið sem ráðist er á vél eftir að flugbannið var samþykkt.

Utanríkisráðherra Tyrkja sagði í dag að Atlantshafsbandalagið myndi taka yfir stjórnina á árásunum á Líbíu á næstu tveimur dögum. „Samkomulag hefur verið gert í grundvallaratriðum á mjög skömmum tíma,“ sagði Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrkja, eftir símafund með starfsbræðrum sínum frá Bandaríkjunum, Frakklandi og Bretlandi.

Á fréttavef BBC kemur fram að Tyrkland, sem er aðili að Atlantshafsbandalaginu, hafi áður lýst efasemdum um að bandalagið tæki yfir stjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×