Innlent

Hátt í 90% hlynnt staðgöngumæðrun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Foreldrar Jóels Færseth Einarssonar eru fastir með hann í Indlandi, en hann er alinn af indverskri móður.
Foreldrar Jóels Færseth Einarssonar eru fastir með hann í Indlandi, en hann er alinn af indverskri móður.
Um 87% eru fylgjandi því að staðgöngumæðrun verði gerð lögleg á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar MMR. Einungis 13% eru því andvíg. Könnunin var gerð dagana 11. - 14. janúar í gegnum síma og um 890 manns svöruðu.

Staðgöngumæðrun hefur verið töluvert til umfjöllunar upp á síðkastið eftir að íslenskt par varð að strandaglópum í Indlandi með barn þeirra sem alið var af indverskri konu. Fyrir Alþingi liggur núna þingsályktun um staðgöngumæðrun sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur flutt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×