Innlent

Aníta Líf komin til hafnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aníta Líf kom til hafnar um fimmleytið í dag. Mynd/ Frikki.
Aníta Líf kom til hafnar um fimmleytið í dag. Mynd/ Frikki.
Eftirlitsbáturinn Baldur, sem er á vegum Landhelgisgæslunnar kom til hafnar með fiskibátinn Anitu Lif í togi laust eftir klukkan fimm í dag. Aníta Líf sökk norður af Akurey á laugardag.

Með i för í dag voru fulltrúar Rannsóknarnefndar sjóslysa og tryggingafélags. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni stóðu aðgerðir yfir frá því snemma i morgun.

Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu niður að bátnum og könnuðu ástand hans og umhverfi áður en settar voru festingar i bátinn og hann hífður upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×