Erlent

Vildu meina að brjóstakrabbameins-armbönd væru of klúr

Grunnskólanemendur. Myndin er úr safni.
Grunnskólanemendur. Myndin er úr safni.
Dómari í Pennsylvaníu úrskurðaði á dögunum að tveir grunnskólanemendur mættu ganga um skólann með gúmmíarmbönd á hendinni sem á standa: Ég elska brjóst.

Armböndin reyndust vera hluti af styrktarherferð brjóstakrabbameinssamtaka.

Íhaldssöm samtök kærðu málið til dómstóla þar sem þeim fannst orðbragðið dónalegt og ekki réttlætanlegt að börnin fengu að ganga með armböndin á skólalóðinni. Þessu var dómarinn alfarið ósammála og dæmdi því grunnskólanemendunum í hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×