Erlent

Fyrrverandi ráðherra býr til mynd um klám

Jacqui Smith sagði af sér sem innanríkisráðherra um mitt ár 2009 eftir að hafa fengið endurgreiddan ýmsan persónulegan kostnað frá hinu opinbera, þar á meðal vegna klámmynda sem eiginmaður hennar leigði. Mynd/AFP
Jacqui Smith sagði af sér sem innanríkisráðherra um mitt ár 2009 eftir að hafa fengið endurgreiddan ýmsan persónulegan kostnað frá hinu opinbera, þar á meðal vegna klámmynda sem eiginmaður hennar leigði. Mynd/AFP Mynd/AFP
Fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Gordon Browns hyggst framleiða heimildarmynd um klámiðnaðinn og mun BBC sýna myndina. Ráðherrann sagði af sér embætti fyrir tveimur árum eftir að greint var frá því að eiginmaður hans hefði leigt klámmyndir á kostnað almennings.

Jacqui Smith, var innanríkisráðherra Bretlands, á árunum 2007-2009. Hún var meðal þeirra þingmanna og ráðherra sem fengu á sig mikla gagnrýni fyrir að hafa fengið endurgreiddan ýmsan persónulegan kostnað frá hinu opinbera. Þar á meðal var kostnaður við leigu á tveimur klámmyndum sem eiginmaður hennar tók á leigu. Þá skráði hún heimili systur sinnar í London sem aðalheimili sitt og fékk þannig styrki fyrir að halda tvö heimili. Smith sagði í framhaldinu af sér sem ráðherra og þá náði hún ekki endurkjöri í þingkosningunum á síðasta ári.

Við gerð heimildarmyndarinnar mun ráðherrann fyrrverandi ræða við klámstjörnur og framleiðendur klámmynda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×