Innlent

Hreyfing tengd Al Kaída ábyrg

Mynd/AP
Fjölþjóðaherlið Atlantshafsbandalagsins í Afganistan sakar Haqqani-hópinn, herská samtök tengd Al Kaída-hreyfingunni, um að hafa staðið að baki sjálfsvígsárásinni á hótel í Kabúl á mánudagskvöld.

Haqqani-hópurinn er með höfuðstöðvar í Pakistan og hefur fengið að vera þar að mestu í friði fyrir stjórnvöldum. Árásarmennirnir voru níu og létu þeir allir lífið, en að auki kostaði árásin ellefu manns lífið. Átökum lauk ekki fyrr en undir morgun á þriðjudag.

- gb


Tengdar fréttir

Umsátur í Kabúl

Sprengingar og skothljóð kveða nú við frá alþjóðlegu hóteli í Kabúl, höfuðborg Afganistans, en byssu- og sjálfsvígssprengjumenn réðust inn í hótelið fyrr í kvöld. Fréttir af mannfalli eru á reiki en fullyrt er að 10 séu að minnsta kosti látnir og að þrír lögreglumenn séu særðir. Þá er talið að minnsti kosti einn árásarmannanna hafi sprengt sig í loft upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×