Innlent

Stofudrama í rigningunni

Hluti hópsins tókst á við dramatíkina í stofunni, á meðan aðrar persónur verksins störðu um stund út í fjarskann, og hugleiddu tilveruna og undangengna atburði.
Hluti hópsins tókst á við dramatíkina í stofunni, á meðan aðrar persónur verksins störðu um stund út í fjarskann, og hugleiddu tilveruna og undangengna atburði. Mynd/Egill
Götuleikhús Hins Hússins lét rigninguna ekki á sig fá, og setti upp heimasmíðaða stofu á Lækjartorgi í dag. Þar settu þau svo á svið stofudrama undir berum himni í anda unglingaþáttanna Beverly Hills 90210.

Saga Sigurðardóttir, sem leikstýrði götuleikhúsinu þessa vikuna, segist hafa verið hæstánægð með fjölda áhorfenda þrátt fyrir tiltölulega tómar götur í miðbæ Reykjavíkur, en að hennar sögn létu flestir þeir vegfarendur sem hættu sér út í rigninguna hrífast og stöldruðu við til að fylgjast með, þrátt fyrir að þurfa að þola eilitla vætu á meðan á verkinu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×