Erlent

Ólafur og Dorrit í brúðkaupi Alberts fursta af Mónakó

Ólafur og Dorrit verða meðal konungborinna, forseta og stjarna hvaðanæva úr heiminum í Mónakó um helgina.
Ólafur og Dorrit verða meðal konungborinna, forseta og stjarna hvaðanæva úr heiminum í Mónakó um helgina. Mynd/AFP
Íslensku forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff eru á meðal gesta í brúðkaupi Alberts II af Mónakó en hann ætlar að kvænast suður-afrísku sunddrottningunni Charlene Wittstock í furstadæminu um helgina. Þegnar Mónakófursta hafa í áraraðir beðið eftir því að Albert prins festi ráð sitt og því ríkir mikil gleði í ríkinu litla við frönsku Rívíeruna.

Hátíðahöldin munu standa alla helgina og mæta konungbornir gestir og forsetar hvaðanæva að úr heiminum. Á meðal gesta eru konungar Spánar, Svíþjóðar og Belgíu og forsetar Frakklands, Írlands, Þýskalands, Ungverjalands og Íslands eins og áður sagði.

Þá mæta helstu stjörnur samtímans margar hverjar í boðið, kappaksturskappar, rokkstjörnur og súpermódel. Hátíðahöldin hófust í gær með því að Íslandsvinirnir í The Eagles hituðu upp mannskapinn.

Sjálf athöfnin fer fram í furstahöllinni og að henni lokinni ganga gestir til mikillar veislu þar sem þriggja stjörnu Michelin kokkur kokkar ofan í liðið.


Tengdar fréttir

Tilvonandi prinsessa er bæði óörugg og kvíðin

Albert prins af Mónakó gengur að eiga sunddrottninguna Charlene Wittstock um næstu helgi. Tilvonandi prinsessa hefur átt í erfiðleikum með að aðlagast menningunni og tungumálinu í Mónakó. Henni hefur verið bannað að veita viðtöl fram að brúðkaupinu.

Stjörnurnar mæta í konunglega brúðkaupið í Mónakó

Áhugamenn um kóngafólk og stjörnur úr Hollywood eiga annasama helgi framundan þegar Albert fursti af Mónakó gengur að eiga Charlene Wittstock. Á gestalista brúðkaups Alberts fursta af Mónakó og Charlene Wittstock er að finna aragrúa af frægum nöfnum. Albert er þekktur fyrir að vera vel tengdur inn í Hollywood-heiminn og bíða því margir í eftirvæntingu eftir að sjá hvaða fræga fólk á eftir að heiðra brúðhjónin með nærveru sinni.

Sunddrottningin verður prinsessa í næsta mánuði

Furstadæmið Mónakó stendur á haus þessa dagana vegna væntanlegs brúðkaups Albert Mónakóprins og sunddrottningarinnar Charlene Wittstock. Tuttugu ára aldursmunur er á parinu en íbúar Mónakó eru því fegnir að prinsinn festi loks ráð sitt.

Arftaki Grace Kelly

Augu heimsbyggðarinnar eru á Ólympíusundstjörnunni Charlene Wittstock eftir að hún og Albert fursti af Mónakó opinberuðu trúlofun sína síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×