Erlent

Kommúnistaflokkur Kína níræður í dag

Kommúnistaflokkur Kína heldur upp á 90 ára afmæli sitt í dag. Alls eru meðlimir flokksins um 80 milljónir talsins og því er flokkurinn stærsta stjórnmálaafl heimsins.

Flokkurinn var stofnaður þann 1. júlí árið 1921 í Shanghai og voru stofnfélagar hans þrettán talsins. Meðal þeirra var Maó Zedong sem síðar varð leiðtogi Kína í kjölfar byltingarinnar í landinu árið 1949.

Afmælisins er minnst með viðamiklum hátíðarhöldum um allt land í Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×