Innlent

Lundaveiðin hefst í Grímsey í dag

Lundaveiði hefst í Grímsey í dag og í nokkrum öðrum vörpum þar sem ekki hefur orðið viðkomubrestur.

Öll lundaveiði er hinsvegar bönnnuð í Vestmannaeyjum í ár, í fyrsta sinn í manna minnum enda eru Vestmannaeyingar þegar farnir að falast eftir lunda úr Grímsey, til að hafa réttan svip á matseðlinum á þjóðhátíðinni.

Í fyrra kostaði aðkeypt bringa í Vestmannaeyjum 350 krónur og fer hugsanlega í 400 krónur í ár, en full hraustur Eyjamaður þarf sex til átta bringur  í alvöru lundaveislu, þannig að hráefnið á mann kostar 2.400 til 3.200 krónur, fyrir utan allt meðlæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×