Íslenski boltinn

Guðmundur: Vantar pung og greddu í okkur

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Guðmundur Kristjánsson, miðjumaður Blika, var verulega ósáttur eftir tap sinna manna gegn FH á Kópavogsvelli í kvöld.

"Mér fannst við byrja vel og fengum þá færi. Það var fáranlegt að skora ekki. Við fengum það síðan í bakið. Svo gekk okkur erfiðlega að opna þá í seinni hálfleik," sagði Guðmundur svekktur.

"Þeir læstu vel á okkur og við fundum engar lausnir. Eftir að þeir skoruðu þá fannst mér botninn detta úr þessu hjá okkur. Það vantar pung og greddu í okkur. Það vantar hráa karlmennsku til þess að klára þessa leiki," sagði Guðmundur ákveðinn.

"Ég veit ekki hvað er hægt að gera. Við höldum áfram að finna lausnir og verðum að mæta með pung og karlmennsku í næsta leik. Það er algjörlega óásættanlegt að vera í níunda sæti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×