Erlent

Átökin við Hama halda áfram

Öryggis- og hersveitir sýrlenskra stjórnvalda halda áfram umsátri sínu um borgina Hama. Fréttamaður BBC á staðnum segir að margir íbúa í borginni og nærliggjandi þorpum séu að yfirgefa svæðið þar sem búist er við allsherjarárás stjórnarhersins á hverri stundu.

Talið er að um 140 almennir borgarar hafi fallið í Hama síðan á sunnudag en stjórnarherinn beitir skriðdrekum og leyniskyttum gegn íbúunum.

Á meðan fundar Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna stöðugt um ástandið en án niðurstöðu. Rússar og Kínverjar hafa sagt að þeir muni beita neitunarvaldi gegn öllum ályktun ráðsins þar sem athæfi Sýrlandsstjórnar væri fordæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×