Körfubolti

Logi og félagar steinlágu á útivelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson.
Logi Gunnarsson. Mynd/Solna Vikings
Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings hefur gengið illa á útivelli í sænska körfuboltanum á þessu tímabili og það var enginn breyting á því í dag í mikilvægum leik á móti Uppsala Basket í baráttunni um sjöunda sæti deildarinnar.

Uppsala Basket vann leikinn með tuttugu stiga mun, 86-66, eftir að hafa verið einu stigi yfir í hálfleik, 34-33. Uppsala Basket vann þriðja leikhlutann 23-13 og fjórða leikhlutann 29-20.

Logi Gunnarsson lék í rúmar 33 mínútur í dag og var með 10 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar. Hann hitti bara úr 3 af 10 skotum sínum en setti niður bæði vítin sín.

Solna hafði unnið síðasta útileik sinn eftir að hafa tapað 7 af fyrstu 8 en tókst ekki að ná sinni fyrstu sigurgöngu á útivelli á þessu tímabili.

Uppsala vann þarna sinn þriðja leik í röð og er nú komið tveimur stigum á undan Solna sem situr í áttunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×