Innlent

Viðræðum SA og SGS lokið án árangurs

Fundi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins er lokið. Björn Snæbjörnsson formaður SGS segir að viðræðurnar hafi verið árangurslausar. SA hafi hafnað tilboði SGS um skammtímasamning og að samtökin hafi heldur ekki verið tilbúin til þess að gera samning til þriggja ára vegna ágreinings SA og ríkisstjórnarinnar.

Björn segir að aðgerðarhópur SGS hafi verið kallaður til fundar á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin.

Fyrr í dag vísaði flóahópurinn svokallaði deilu sinni við SA til sáttasemjara og hið sama hefur VR gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×