Innlent

Össur lagði blómsveig á minnismerki um Gandhi

Össur er nú í opinberri heimsókn á Indlandi
Össur er nú í opinberri heimsókn á Indlandi Mynd úr safni
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lagði í dag blómsveig að minnismerki um Mahtma Gandhi, og heimsótti síðan heimili Gandhis þar sem hann var ráðinn af dögum, en það er nú safn í minningu sjálfstæðishetju Indverja.

Össur er nú í opinberri heimsókn á Indlandi.

Á fundi í Nýju-Delí fyrr í dag með utanríkisráðherra Indlands, óskaði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra formlega eftir því að Indverjar styddu áfram framgang efnahagsáætlunar Íslands í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hann þakkaði jafnframt hversu vel Indverjar hefðu brugðist við óskum íslensku ríkisstjórnarinnar um liðsinni þegar langar tafir urðu á afgreiðslu áætlunarinnar á fyrri stigum Icesave-málsins..

Ráðherrarnir fögnuðu umtalsverðri aukningu í viðskiptum milli ríkjanna og ræddu leiðir til að efla þau enn frekar, m.a. með því að flýta gerð fríverslunarsamnings milli Indlands og EFTA-ríkjanna. Utanríkisráðherra Indlands óskaði eftir frekara samstarfi við Íslendinga á sviði sjávarútvegs og nefndi sérstaklega uppbyggingu fiskimjölsverksmiðja á sjávarútvegssvæðum Indlands og tækni varðandi pökkun og merkingu fiskafurða. Ráðherrarnir bundust fastmælum um að næsta skrefið í frekari samvinnu á sviði sjávarútvegs yrði að indversk stjórnvöld myndu senda indverska sérfræðinga til náms við sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Þetta kemur fram á vef utanríkisráðuneytisins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×