Innlent

Göngumaður með opið fótbrot - missti mikið blóð

Björgunarsveit. Myndin er úr safni.
Björgunarsveit. Myndin er úr safni.
Björgunarsveitarmenn komu göngumanni í Reykjadal til aðstoðar um klukkan sex í gærdag.

Maðurinn hafði verið á göngu í Reykjardalnum þegar hann slasast á fæti með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði. Brotið var slæmt og sást í beinið. Þá missti hann mikið blóð að auki.

Maðurinn var orðinn kaldur og þrekaður þegar björgunarsveitin fann hann. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð til og flutti manninn á Landspítalann í Fossvogi þar sem gert var að sárum hans.

Maðurinn hafði verið að fara yfir læk þegar hann steig á stein og rann til með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×