Fótbolti

Ferguson vanmetur ekki Schalke

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir sína menn alls ekki vanmeta Schalke en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

United er fyrir fram talinn sterkari aðilinn en Ferguson gerir sér vel grein fyrir því hversu hættulegt lið Schalke sé.

"Schalke hefur haft betur gegn öllum liðum í keppninni á heimavelli sínum í vetur. Þar á meðal Inter, AC Milan og Valencia. Það er frábær árangur og við vitum vel að þetta verður langt frá því að vera auðvelt," sagði Ferguson.

"Það er ekki til auðveldur leikur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar," sagði stjórinn sem neitar að ræða úrslitaleikinn.

"Ég vil ekki fara fram úr sjálfum mér. Við erum að spila við Schalke núna og það er það eina sem kemst að hjá okkur. Ef við leggjum Schalke þá er mér alveg sama hvaða liði við mætum í úrslitaleiknum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×