Steypan hefur verið vinsæl undanfarið. Steypan er ekki bara flott, heldur er hún ódýr og umhverfisvæn líka.
Steypan hefur verið notuð í ýmislegt en upp á síðkastið eru steyptar borðplötur áberandi mikið notaðar eins og sjá má í meðfylgjandi myndasafni.
Þetta er venjuleg steypa sem er steypt í mót eftir þörfum og er svo pússuð upp. Ef fólk er ekki alveg að fíla þetta hráa útlit er hægt að bæta lit út í steypuna.
Þá má útfæra sniðuga lausn sem felst í því að sett er 2 – 3 mm steypuáferð á nánast hvað sem er og í nánast hvaða lit sem er. Þá er litnum blandað út í steypuna. Þannig má útfæra útlit steypunnar en sleppa við þunga hennar. Sjá útfærsluna hér.
Facebooksíða Sæbjargar - Saja Interior Design

