Innlent

Veiðar með ljósvörpu að hefjast

á trolli Grunnhugmynd ljósvörpunnar er að gera togveiðar umhverfisvænni.
á trolli Grunnhugmynd ljósvörpunnar er að gera togveiðar umhverfisvænni.
Frumgerð togvörpu þar sem laserljós kemur í stað áþreifanlegs garns er tilbúin. Tilraunaveiðar hefjast áður en langt um líður og lofi þær góðu verður athugað hvort hægt verði að fara í framleiðslu, eða hvort frekari tilraunaveiðar séu nauðsynlegar.

Um þróunarverkefni í samstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Hafrannsóknastofnunar, Gunnvarar og Fjarðarnets er að ræða. Ljósvarpan vann Svifölduna – verðlaun fyrir bestu framúrstefnuhugmyndina – á Sjávarútvegsráðstefnunni 2011 sem lauk nýlega.

Hugmyndin felur í sér gagngera endurhugsun á togveiðum. Í stað þess að nota áþreifanlegt garn til að smala fiski er búið til ímyndað net eða veggur úr laserljósi sem sér um smölunina. Hugmyndin byggir á tækni sem einnig gæti nýst í öðrum veiðarfærum og telja aðstandendur að þróun í þessa átt muni stuðla að umhverfisvænum veiðum og lágmarka röskun á sjávarbotni.

Á Sjávarútvegsráðstefnunni 2011 var það samdóma álit manna að hugmyndin væri ekki bara framúrstefnuleg heldur væri hún líkleg til árangurs. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×