Innlent

Hissa á áfrýjun í máli Glitnis

Kim Landsman, lögmaður meirihluta stefndu í Glitnismálinu í New York, furðar sig á þeirri ákvörðun slitastjórnarinnar að áfrýja frávísunarúrskurði dómarans ytra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Landsman.

„Við erum sannfærð um að ákvörðun um frávísun muni standa þrátt fyrir áfrýjun. Þau skilyrði sem dómarinn setti hafa nú þegar verið samþykkt af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Þorsteini Jónssyni, Lárusi Welding og Jóni Sigurðssyni, og verða skjöl því til staðfestingar send dómstólnum á morgun. Af því leiðir að dómstólar á Íslandi eru rétti vettvangurinn fyrir málið," segir Landsman. - sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×