Fótbolti

Dudek á eftirminnilegasta augnablikið í sögu Meistaradeildarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jerzy Dudek, þáverandi markvörður Liverpool, átti stóran þátt í því að liðið varð Evrópumeistari árið 2005. Þá varði hann tvívegis á ótrúlegan máta í frægum úrslitaleik gegn AC Milan í Istanbul.

Liverpool vann úrslitaleikinn í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik. Andriy Shevchenko fékk þó tvö dauðafæri á nánast sömu sekúndunni og fékk þar með tækifæri til að tryggja sínum mönnum sigurinn.

En Dudek varði glæsilega frá honum eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir ofan. Atvikið var nýverið kosið það eftirminnilegasta í sögu Meistaradeildarinnar í kosningu á vegum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA.

Sigurmark Zinedine Zidane með Real Madrid gegn Bayer Leverkusen árið 2002 var í öðru sæti og markið fræga sem Ole Gunnar Solskjær skoraði í úrslitaleik Manchester United og Bayern München árið 1999 í þriðja sæti.

Listann má sjá í heild sinni hér, sem og tengla á myndbandsupptökur af atvikinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×