Gylfi Þór Sigurðsson sat allan leikinn á varamannabekk Hoffenheim sem tapaði, 2-0, fyrir Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
Paolo Guerrero og Marcell Jansen skoruðu mörk Hamburg í dag en þetta var þriðji leikur Hoffenheim í röð án sigurs. Liðið er nú í níunda sæti deildarinnar með sautján stig.
Gylfi hefur lítið fengið að spila að undanförnu og og hefur setið á bekknum í síðustu tveimur leikjum liðsins. Síðast spilaði hann í lok október.
Hamburg kmost með sigirnum upp í fjórtánda sæti deildarinnar en liðið hefur nú ekki tapað deildarleik síðan í byrjun október.

