Diego Björn Valencia úr Víkingi og Telma Rut Frímannsdóttir úr Aftureldingu urðu Íslandsmeistarar í opnum flokki á Íslandsmóti fullorðinna í kumite sem fram fór í Fylkissetrinu í gær.
Telma Rut lagði Aðalheiði Rósu Harðardóttur frá Akranesi í úrslitum í opnum flokki. Telma Rut vann einnig sigur í -61 kg flokki en hún vann alla bardaga sína má mótinu.
Diego Björn lagði Kristján Helga Carrasco, einnig úr Víkingi, í úrslitum í opnum flokki. Hann hafði einnig sigur í +84 kg flokki þar sem annar liðsfélagi hans, Andri Valur Guðjónssen, þurfti að lúta í lægra haldið.
Lið Víkings varð Íslandsmeistari félaga í kumite fullorðinna með flest samanlögð stig. Í sveitakeppni karla höfðu Víkingar einnig sigur eftir úrslitaeinvígi gegn Haukum.
Íslandsmeistarar
Kumite kvenna -61kg: Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding
Kumite kvenna +61kg: Helena Montazeri, Víkingur
Kumite kvenna opinn flokkur: Telma Rut Frímannsdóttir, Afturelding
Kumite karla -67kg: Kristján Helgi Carrasco, Víkingur
Kumite karla -74kg: Kristján Ó. Davíðsson, Haukar
Kumite karla -84kg: Pétur Rafn Bryde, Víkingur
Kumite karla +84kg: Diego Björn Valencia, Víkingur
Kumite karla opinn flokkur: Diego Björn Valencia, Víkingur
Kumite liðakeppni karla: Víkingur - Liðið skipuðu Diego Björn Valencia, Kristján Helgi Carrasco, Andri Valur Guðjónsen
Íslandsmeistarar félaga í kumite fullorðinna; Víkingur
Diego og Telma sigursæl á Íslandsmótinu í kumite
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



